Íslandsmeistaramót í PUBG

Íslandsmeistaramót í PUBG Solo

By TEK eSports
Online
Rules
Reglur á Íslandsmeistaramóti í PlayerUnknown's Battlegrounds

Hér að neðan koma fram reglur á Íslandsmeistaramóti í PlayerUnknown's Battlegrounds (pubg) 29. Júlí 2018. Með skráningu í mótið staðfestir þáttakandi að hann hafi lesið þær og samþykkt með öllu.

Mikilvægt er að allir fari eftir reglum mótsins til þess að tryggja góða framgöngu og jákvæða upplifun á mótinu. Keppendur verða að fylgja reglum sem og ákvörðunum stjórnenda mótsins sem eru á vegum TEK eSports og geta ákvarðanir þeirra verið frábrugðnar reglum mótsins ef talin er þörf á og meta stjórnendur það hverju sinni.

Þáttakendur heimila með skráningu í mótið TEK eSports, Tölvutek og ZOWIE by BenQ að nota nöfn eða gengil (avatar) þeirra auk mynd- og hljóðefni sem safnast af þeim á meðan móti stendur og er TEK eSports, Tölvutek og ZOWIE by BenQ heimilt að nota það efni á meðan og eftir að móti lýkur.


1. Leikmannaréttindi

Til þess að geta tekið þátt í íslandsmeistaramótinu þarf að uppfylla eftirfarandi kröfur:

1. Vera skráður sem Íslenskur ríkisborgari (eða fyrrverandi) eða hafa löggilta búsetu á Íslandi.

2. Eiga og nota virkan PUBG notanda í góðu standi (BattleEye í lagi)

3. Keppendur undir 16 ára aldri þurfa að senda skriflegt leyfi frá foreldra eða forráðamanns ásamt nafni og símanúmeri á [email protected]


1.1 Spilarar

Stjórnendur geta vísað frá eða krafist breytinga á notandanafni m.a. ef eftirfarandi á við:

1. Nöfn eru talin óeðlileg eða bull.

2. Nöfn eru talin móðgandi eða niðrandi.

3. Nöfn sem eru talin svipa um of til nafns annars spilara eða liðs.

Spilarar verða að keppa undir sömu nöfnum og þeim sem voru notuð í skráningu annars verður spilara vísað frá keppni og 0 stig skráð á hann.

Aðeins skráðir leikmenn hafa leyfi að spila. Óheimilt er að nota óskráðan spilara eða aðgang á mótinu.

Spilarar geta aðeins spilað undir einu nafni í mótinu.


1.2 Útgáfa leiks

Allir spilarar verða að setja upp nýjustu útgáfu af leiknum. Uppfærslur verða að vera uppsettar áður en mótið hefst, þannig að tafir verði í lágmarki.


1.3 Tæknileg vandamál

Leikmenn bera ábyrgð á eigin vélbúnaði og internet tengingu. Leikir verða ekki endurspilaðir vegna tæknilegra mála að öllu jöfnu. Ef ólag er hjá spilara eftir að upphitunartíma er lokið getur leikur þurft að hefjast þótt ólag sé enn til staðar.


1.4 Fjöldi spilara

Pláss er fyrir 210 spilara í 3 grúppum og allt að 70 leikmenn í hverri grúppu.


1.5 Frávísun spilara / liðs

Til að halda móti eins skilvirkt og mögulegt er getur stjórnandi þurft að dæma spilara úr keppni. Þetta verður aðeins gert í þeim tilvikum þar sem leikmaður með viljandi hætti stöðvar eða reynir að hafa óeðlileg áhrif á spilun leiks eða hefur áhrif á einhvern annan þátt mótsins.

Þátttakendur hafa ekki leyfi að vinna saman eða hjálpa hvor öðrum.

Ef spilari verður uppvíst um einhversskonar svindl í leiknum er þeim vísað frá.

Notkun galla, glitches eða villna í leiknum er stranglega bönnuð og ef lið eða spilari er uppvís að slíku verður frávísun framkvæmd.


1.6 Breytingar á móti

Stjórnendur TEK eSports geta ákveðið breytingar á móti án fyrirvara þar á meðal tímasetningu móts, leikja og tegund móts sem og hætt við mót en margvíslegar aðstæður geta komið upp sem þarf að bregðast við jafnóðum.


2. Skipulag leiks

Upplýsingar um hvernig þátttakandi fær aðgang að nafni á server og password. Upplýsingar um Server name og Password til þess að tengjast "Custom Server" verður veitt í gegnum chat lobby/texta rás inn á Toornament síðunni. Til þess að tengjast chat lobby-inu mun birtast lengst til hægri á síðunni linkur sem heitir "My Matches" og þar að neðan nafnið á grúppuni þinni og inn í því mun birtast lengst til hægri á síðunni linkur sem heitir "Lobby" sem hægt er að tengjast til þess að fá upplýsingar Server name og Password.

Til að fylgjast með hvenær leikur þinn hefst mun birtast lengst til hægri á síðunni linkur sem heitir "My Matches" og þar verða upplýsingar um leik þinn og í hvaða grúppu þú ert í, hver grúppa er með settan tíma. Þessi linkur verður tiltækur miðvikudaginn 25.07.2018 .

Upplýsingar um hvenær hver lota byrjar fer í gegnum "Lobby" (Chat lobby fyrir hverja grúppu inn á Toornament) og Discord serverinn okkar þar sem verður settur tími og ef leikmenn tengjast ekki inn á serverinn fyrir þennan tíma þá verður byrjað án þeirra.


2.1 Undirbúningur leiks

Ætlast er til að spilari leysi öll vandamál sem kunna að eiga sér stað áður en leikur hefst. Tengingar eða vélbúnaðarvandamál í miðjum leik geta leitt til þess að leikmaður verður fjarlægður úr mótinu.


2.2 Engin mæting

Ef þátttakandi er ekki mættur eða ekki leikfær á upphafstíma leiks getur hann verið fjarlægður úr mótinu.


2.3 Fjöldi leikmanna

Einstaklingsmót


2.4 Aftenging frá leik

Ef spilari aftengist er heimilt að halda áfram að spila leik takist að endurtengjast innan þess ramma sem leikurinn býður upp á.

ATH! Ef spilari ákveður að hætta í mótinu eftir einn eða fleiri leiki getur það haft áhrif á samþykkt skráningar þeirra í næstu mótum TEK eSports en stjórnendur meta það eftir hverju tilfelli.


2.5 Endurræsing á leik

Ákveðið getur verið að endurræsa leik ef aftenging eða töf á tengingu kemur fram innan fyrstu mínútum leiks (upphitun/warm-up) hjá spilara eða annað vandamál sem hefur áhrif á fleiri spilara.


2.6 Niðurstöður

Allar niðurstöður verða settar inn af stjórnendum TEK eSports.


2.7 Samskipti og hjálp

Hægt er að hafa samband við og fá hjálp hjá stjórnendum TEK eSports á Discord þjóni https://discord.gg/UXFHdpN


2.8 Twitch straumur

Allir leikir verða streymdir á Twitch rás TEK eSports: https://www.twitch.tv/tolvutekesports


2.9 Replays

"Replays" verða að vera virk inn í "in-game settings" og verða stjórnendur TEK eSports að geta beðið um það hvenær sem er á meðan móti stendur og í tvær vikur eftir móts lok. Replays af Íslandsmeistaramóti TEK eSports í PUBG þurfa að vera vistuð í tvær vikur frá mótalokum. Til þess að varðveita þau verða þau að vera vistuð hjá spilara eða upphala þeim á geymsludrif hjá TEK eSports.

Til að finna replays ýtirðu á "Windows Key + R" og skrifar
"%localappdata%\TslGame\Saved\Demos". Smelltu á Í lagi, sem opnar möppu sem inniheldur öll replays. Zip-aðu möppuna sem er með rétt replays og settu hana í "TEK eSports" möppu á harða disknum. Ef það verður óskað eftir þínum replays, þá munu stjórnendur TEK eSports hafa samband við þig.


3. Stigagjöf

Veitt verða stig fyrir 60 efstu sætin auk þess sem kill veitir 10 stig sjá stigatöflu hér að neðan.


3.1 Stigatafla

#1 200 PTS

#2 180 PTS

#3 165 PTS

#4 155 PTS

#5 145 PTS

#6 135 PTS

#7 125 PTS

#8 120 PTS

#9 110 PTS

#10 100 PTS

#11 95 PTS

#12 90 PTS

#13 85 PTS

#14 80 PTS

#15 75 PTS

#16 70 PTS

#17 60 PTS

#18 55 PTS

#19 50 PTS

#20 45 PTS

#21-26 35 PTS

#27-32 30 PTS

#33-36 25 PTS

#37-42 15 PTS

#42-50 10 PTS

#51-60 5 PTS

#61-72 0 PTS

Önnur stig = 10 PTS per kill


3.2 Leikjastillingar

Leikjasnið: Solo

Leikjaþjónn: Evrópskur


Erangel:

Cosmetics Margföldun: 0x

AR Margföldun: 1.5x

Crate Drop: Sjálfgefið

Hring stillingar: PGI 2018 Official Circle Settings

Red Zone: Slökkt á

Veður: Sunny

Sjónarhorn: Fyrstu Persónu Sjónarhorn (FPP)

Flare gun: Slökkt á


Sanhok:

Cosmetics Margföldun: 0x

AR Margföldun: 1.5x

Crate Drop: Sjálfgefið

Hring stillingar: PGI 2018 Official Circle Settings

Red Zone: Slökkt á

Veður: Sunny

Sjónarhorn: Fyrstu Persónu Sjónarhorn (FPP)

Flare gun: Slökkt á


Miramar:

Cosmetics Margföldun: 0x

AR Margföldun: 1.5x

Crate Drop: Sjálfgefið

Hring stillingar: PGI 2018 Official Circle Settings

Red Zone: Slökkt á

Veður: Sunny

Sjónarhorn: Fyrstu Persónu Sjónarhorn (FPP)

Flare gun: Slökkt á



Fjöldi spilaðra leikja í úrslitum = 8 (3x Sanhok, 3x Erangel og 2x Miramar)

Við hvetjum ykkur til að haga ykkur með prýði og fylgja mótsreglum og skilaboðum frá stjórnendum og að lokum hlökkum við mikið að hefja mót með ykkur! :)

Kær kveðja,
Stjórnendur TEK eSports