Jólabúllumótið - 3v3 Mixmót

Jólabúllumótið - 3v3 Mixmót

PC, Playstation 4, Xbox One, Switch
By 354Gaming X 354eSports
Online
Rules
B1. Leikmannaréttindi

Til þess að geta tekið þátt þarf að uppfylla eftirfarandi kröfur:

a. Eiga og nota virkan Rocket League notanda aðgang í góðu standi.

1.1 Spilarar og lið

Stjórnendur geta vísað frá eða krafist breytinga á notandanafni m.a. ef eftirfarandi á við:

a. Nöfn eru talin óeðlileg eða óviðeigandi.
b. Nöfn eru talin móðgandi eða niðrandi.

Spilarar verða að keppa undir sömu nöfnum og þeim sem voru notuð í skráningu.

Aðeins skráðir þátttakendur hafa leyfi að spila. Óheimilt er að nota óskráðan spilara eða annan aðgang en sinn eigin á mótinu.

Spilarar geta aðeins spilað með einum notanda aðgangi á mótinu.

1.2 Útgáfa leiks

Allir spilarar verða að setja upp nýjustu útgáfu af leiknum. Uppfærslur verða að vera uppsettar áður en mótið hefst, þannig að tafir verði í lágmarki.

1.3 Tæknileg vandamál

Spilarar bera ábyrgð á eigin vélbúnaði og internet tengingu. Leikir verða ekki endurspilaðir vegna tæknilegra mála að öllu jöfnu. Ef ólag er hjá spilara fyrir fyrstu mínutu er lokið eða mark hefur verið skorað innan við þann tíma getur leikur þurft að haldast þótt ólag sé enn til staðar.

1.4 Fjöldi liða

Ótakmarkaður fjöldi af liðum leyfilegur.

1.5 Frávísun spilara/liðs

Til að halda móti eins skilvirkt og mögulegt er, getur stjórnandi þurft að dæma spilara eða lið úr keppni. Þetta verður aðeins gert í þeim tilvikum þar sem spilari eða lið með viljandi hætti stöðvar eða reynir að hafa óeðlileg áhrif á spilun leiks eða hefur áhrif á einhvern annan þátt mótsins.

Ef spilari eða lið verður uppvíst um einhversskonar svindl í leiknum er honum eða þeim vikið úr keppni.

Notkun galla, glitches eða villna í leiknum er stranglega bönnuð og ef spilari er uppvís að slíku verður frávísun framkvæmd.

2. Skipulag leiks

2.1 Undirbúningur leiks

Ætlast er til að spilari leysi öll vandamál sem kunna að eiga sér stað áður en leikur hefst. Tengingar eða vélbúnaðarvandamál í miðjum leik geta leitt til þess að spilari verði fjarlægur úr mótinu.

2.2 Engin mæting

Ef lið er ekki mætt eða ekki leikfær á 5 mínútum eftir byrjun leiks getur það lið verið fjarlægt úr mótinu.

2.3 Aftenging frá leik

Ef spilari aftengist er heimilt að halda áfram að spila leik í óhæfi. Sá spilari sem aftengdist hefur möguleika að tengjast aftur leikjaþjóninum.

2.4 Endurræsing á leik

Ákveðið getur verið að endurræsa leik ef aftenging eða töf á tengingu kemur fram innan fyrstu mínútu leiks hjá liði/spilara eða áður en mark hefur verið skorað innan þess tíma.

2.5 Niðurstöður

Ef að leikur er ranglega tilkynntur, þá hefur lið 10 mínutur til að hafa samband við stjórnendur og tilkynna það. Tilkynning af þessu verður að fylgja sönnun sem sýnir niðurstöðu leiks / leikja. Þátttakandi ber ábyrgð á því að veita sönnun á niðurstöðu leiks við deilur. Tilkynning fer fram með að smella á "Dispute match" eða gegnum Discord inná textarásinni "#mót-aðstoð".

Ef þátttakandi neitar að samþykkja niðurstöðu leiks eða hefur skráð inn vitlausa niðurstöðu skal smellt á "Dispute match" og stjórnendur munu hafa samband við lið eins fljótlega og þeir geta. Þú verður að vera með skjámynd eða einhverskonar sönnun um niðurstöður leiksins, annars verður leikurinn spilaður upp á nýtt.

Ef mótherji þinn svarar ekki innan við 10 mínútum frá settum leiktíma (hægt að smella My Matches - Match Lobby og velja Chat) skal hafa samband við stjórnendur á Discord og þeir munu reyna að hafa samband við mótherja, ef þeir svara ekki innan 5 mínútna getur þeim verið vikið úr keppni.

2.6 Leikjastillingar

Keppt verður í riðlakeppni, með 2-8 hópa eftir þ´átttöku. Í riðlakeppninni verða allir leikir spilaðir Best af þremur. Í útsláttarkeppninni verður spilað Best af þremur fram að 8 liða úrslitum, þá verða leikir spilaðir Best af fimm.

Allir leikir eiga að vera spilaðir á Evrópskum leikjaþjóni.

Leikja snið: Soccar
Völlur: DFH Stadium (Það má spila á öðrum völlum ef báðir þátttakendur samþykkja)

Sjálfgefnar stillingar (Default)

2.7 Samskipti og hjálp
Öll samskipti við mótastjórn fer fram á discordinu okkar eða í DM's
(það er invite linkur á aðalsíðunni)