Íslandsmeistaramót í Overwatch

-
By Ljósleiðarinn og Tölvutek
Online, Harpa
Rules
Leikir eru miklu skemmtilegri með nokkrum góðum reglum. Þetta eru reglur Íslandsmeistaramótsins í Overwatch árið 2017.
Aldurstakmark leiksins í Evrópu verður virt og verða allir leikmenn liðsins að vera á þrettánda ári. Þeir sem eru undir lögaldri verða að fá leyfi forráðaaðila síns.
Allt svindl er bannað, því það er glatað.
Þetta er útsláttarkeppni og fær hvert lið tvö tækifæri (e. double elimination).
Fyrri hluti mótsins er spilaður á netinu samkvæmt dagskrá mótsins.
Úrslit eru spiluð í Hörpu þann 4.febrúar. Tvö bestu liðin keppa til úrslita eftir netkeppni.
Lið sem mæta ekki á leiktíma tapa leiknum eftir 30 mínútur, nema sé send hjálparbeiðni til leikjastjóra.
Hægt er að tilkynna svindl eða biðja um aðstoð með því að hafa samband við leikjastjóra (Battle.net aðgangur IMOW#21870 eða [email protected])

Keppt verður eftir stöðluðum ESL reglum, þær eru:
Best of 3
Competitive rule set.
High bandwidth
Finals: Best of 3
Map rotation er eitt mapp í einu, ekki má spila sama mappið 2x í röð.
Maps í boði: Kings Row, Numbani, Watchpoint: Gibraltar, Dorado, Hanamura, Temple of Anubis, Volskaya, Nepal, Lijang Tower, Hollywood, Ilios, Route 66, Eichenwalde OG Oasis.
Allar hetjur eru leyfðar. Takmark er 1 per lið (1x mercy, 1x hanjo osfr)
Kill camera er off
Almennar reglur:
Ef ske kynni að það verði jafntefli í Assault, Hybrid eða Escord mappi þá verður að spila Best of 1 control map. Liðið sem nær fyrsta capture á fyrsta punkt vinnur.
Skv. ESL reglum þá er bannað að taka hlé nema í neyðartilfelli.
Lið sem óska eftir hlé þurfa að kynna ástæðuna áður eða strax eftir hlé.
Hvort lið fær samtals 10 mín hlétíma yfir hvert match, þegar þau eru að hætta í hlé-tíma, þá þurfa bæði lið að staðfesta að þau séu tilbúin.
Ef 10 mín hlétími rennur út þá verður leikurinn að halda áfram (sama hvað annað er að gerast)
Stjórnendur mega setja leiki í hlé í neyðartilfellum. Sá tími verður ekki dreginn af hlétíma liða.
Að misnota hlétíma getur leitt af sér tap og/eða refsingu. Skila þarf inn skjáskotum til að sanna að misnotkun hefur átt sér stað.
Kortaval:
Hærra seedaða liðið fær að hefja pick/ban rútínuna.
Lið munu banna möpp þar til 3 möp eru eftir (5 í úrslitum)
Map rútína verður í þeirri röð sem þau eru valin.
Reglusett:
Competitive rules
Map rotation:
Skipt er um map eftir hvert map.
Spilað er eitt map í einu(aldrei sama mappið 2x í röð)
Retuirn to lobby: After game.
Einungis maps sem valin hafa verið verða “active” önnur skulu disabled.
Hero Options:
Takmörkun á 1 hetju per lið (bara 1x Ana, 1x Rein osfr)
Engin takmörkun á roles(5x tanks og 1 healer leyft)
Skipta má út hetju fyrir aðra í miðjum leik.
Random pick er ekki leyft.
Bannaðar hetjur:
Engar hetjur eru bannaðar að svo stöddu
Gameplay options:
High bandwidth: On
Control game mode format: Best of 5
Health modifier: 100%
Damage modifier: 100%
Healing modifier: 100%
Ultimate charge rate modifier: 100%
Respawn time modifier: 100%
Ability cooldown modifier: 100%
Disable skins: Off
Disable health bars: Off
Disable kill cam: On
Disable kill feed: Off
Headshots only: Off
Undirbúningur fyrir leik.
Vinsamlegast leysið öll vandamál sem gætu átt sér stað fyrir leik. Tengingar/vélbúnaðarvandamál í miðjum leik gætu orsakað úrsögn úr mótinu af stjórnendum. Öll samkomulög milli leikmanna verða að vera póstuð sem athugasemdir í kerfi sem stjórnendur sjá um fyrir þetta mót. Hver leikur skal vera spilaður með ofangreindum stillingum. Staðfestið að allir leikmenn séu mögulegir þegar ákveðinn er tími fyrir keppni. Allir keppendur verða að vera skráðir í lið sem þeir munu keppa fyrir.
Lánsmenn:
Einungis er hægt að hafa einn Lánsmann. Lánsmenn verða að vera skráðir í lið áður en mót hefst og eru því hluti af liðinu. Í kjölfarið er ekki hægt að láta Lánsmann spila með einu liði og koma svo inn í annað lið þegar það hentar.
Ef keppandi er ekki tilbúinn að spila 15 mínútum eftir að ákveðinn keppnistími er valinn þá á að láta stjórnendur vita. Ef keppandi kemst ekki innan 30 mín frá því að ákveðinn keppnistími er, þá telst leikurinn tap fyrir því liði sem nær ekki að fullmanna leik.
Ekki er heimilt að hefja leik færri en 6 nema að bæði lið samþykki það. Ef samþykki á sér stað þá skal það vera skriflegt (screenshot af in-game chat) eða með vitneskju stjórnanda.
Aftenging:
Ef leikmaður aftengist þá býðst liði hans að halda áfram 5 eða að gefa það kort upp á bátinn.
Uppgjöf:
Lið geta ákveðið að gefa leiki. Ef uppgjöf á sér stað þá mun leikurinn tapast og lið á möguleika á refsi-stigum.
Mótmæli:
Ef leikur er ranglega tilkynntur af andstæðingum þá hafið þið 10 mínútur til að mótmæla tilkynningunni. Tilkynningar verða að innihalda einhverskonar sönnun sem sýnir niðurstöður leiksins. Hvert lið ber sönnunarbyrgði í slíkum tilfellum.
Að tilkynna ranglega um niðurstöður (sem verður afsannað af stjórnendum) er brottrekstrarsök og mun liðið fær liðið sem gerði þetta bann.
Endurtekning:
Ef eitthvað gerist skyndilega (Ísland missir netsamband við umheiminn osfr) og aðstæður orsaka að það þarf að spila leik aftur þá er það leyft með samþykki beggja aðila.
Áhorfendur:
Áhorfendur verða einungis leyfðir ef bæði lið samþykkja. Undantekningar eru að stjórnendur mótsins þurfa að samþykkja áhorfendurna. Undir engum kringumstæðum mega lið spila með dómurum/stjórnendum í þessu móti.