PC,Playstation 4,Xbox One,Switch
Fimmta tímabil RLÍS samanstendur af þrem deildum, úrvals, fyrstu og annarri deild. Sæti í úrvals og fyrstu deild ákvarðast af úrslitum fyrri tímabila, en önnur deild er opin fyrir hvern sem er.
Uppsetningu á öllum deildum er að finna í regluskjali.
Uppsetning annarrar deildar fer eftir skráningu, en skráningu fyrir þá deild lýkur sunnudaginn 18. september kl 23:59.
Allar viðureignir Úrvalsdeildarinnar verða sýndar á Twitch rás RocketLeagueIceland og Stöð2 Esport. Umferðir Úrvalsdeildarinnar fara fram á miðvikudögum og föstudögum.
Fyrsta deild hefst 22. september og verða viðureignir spilaðar á fimmtudögum, en ekki er áætlað að sýna frá þeim.
Önnur deild deild hefst 22. september og verða viðureignir spilaðar á fimmtudögum, en ekki er áætlað að sýna frá þeim.
ATH. Þátttakendur undir 13 ára aldri þurfa að vera með leyfisbréf frá foreldrum og forráðamönnum: https://tinyurl.com/rlisleyfisbrefs5
Þátttökugjald fyrir hvert lið er 5.000 kr og skal greiðast hér áður en keppni byrjar: https://tinyurl.com/almennt-gjald
Þátttökugjald fyrir úrvalsdeildarlið er 10.000 kr og skal greiðast hér áður en keppni byrjar: https://tinyurl.com/urvals-gjald
Upplýsingar um útsendingar og tímasetningar þeirra verður að finna á Discord þjóni RLÍS, https://discord.gg/tGBY9kn .
Organisateur & contact
RLÍS
rocketleagueiceland@gmail.com